Frétt

SFFÍ fær inngöngu í ECTP-CEU

28. janúar 2026

Skipulagsfræðingafélag Íslands hefur aftur fengið inngöngu í regnhlífarsamtök skipulagsfræðinga í Evrópu, ECTP‑CEU (European Council of Spatial Planners – Conseil Européen des Urbanistes).

Þar sem starfsemi félagsins datt niður um og eftir Covid, féll aðildin úr gildi.

Til að verða fullgildur meðlimur þurfti félagið að sækja aftur um og fara í gegnum umsóknarferli þar sem halda þurfti kynningu á félaginu fyrir stjórn ECTP-CEU. Axel Benediktsson stjórnarmeðlimur sá um kynninguna fyrir hönd stjórnar SFFÍ, og stóð sig með prýði.

Sjá nánar um félagið á www.ectp-ceu.eu/members/all/

ectp-ceu logo
Logo SFFÍ
< Til baka í fréttir